Nýtt frá Magnet
Normaðurinn snjalli Magnet sem heiðraði okkur með nærveru sinni á síðustu Iceland Airwaves hátíð hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu, The Tourniquet. Þetta þykir mér merkilegar fréttir fyrir þær sakir að fyrri platan hans On your side hefur iljað manni lengi um hjartaræturnar enda frábær plata þar á ferð og Magnet að mínu mati best geymda náttúruauðlind Noregs. Ég hef rennt yfir nýju plötuna og hún hljómar ágætlega en hún virðist þó ekki jafn mikið snilldarverk og sú fyrri. Lagið Believe var eitt af þeim lögum sem greip við fyrstu hlustun. Kynnið ykkur endilega mjúkt landslag tónlistar Magnets.