The Zutons - Who killed the Zutons? (2004)
The Zutons eru breskir og gáfu út sína fyrstu plötu á árinu, með þessu líka skemmtilega nafni og fyndnu koveri.
Að mínu mati ein skemmtilegasta plata ársins. Tónlist þeirra er hálf hallærisleg, kántrískotið saxófónpopp en engu að síður þá grípa þeir mann alveg með sér í fjörinu og hressandi lagasmíðum. Mögulega fer þessi á árslistann yfir bestu plötur ársins sem birtur verður nálægt móti ára.
4/5