Rístartað
Endurvarpið er aftur komið í gang eftir að hafa farið allhressilega í jólaköttinn í gær. Bilun varð í sendi upp á Vatnsenda eftir að kona á sextugsaldri steig á hann. Viðgerðir stóðu yfir í gær og hófst útsending nú um 10 bilið. Ekki eru nein jólalög farin að hljóma á varpinu enda nógur tími í slíkt.