Idol
Ég horfði á minn fyrsta Idol þátt í gær í seríu 2. Þetta var þó ekki alveg af fúsum og frjálsum vilja þar sem ég var staddur í samkvæmi þar sem aðrir kusu að horfa á þetta. Þetta var alls ekkert leiðinlegt. Og heldur alls ekkert skemmtilegt. Mér finnst lang skemmtilegast að horfa á þetta þegar fólk er með sem kann ekkert að syngja en heldur að það sé hörkusöngvarar. Þá getur maður allavega hlegið. Það er til dæmis mjög erfitt að ætla eitthvað að hlægja að þessum Jóa og Simma því þeir eru eitthvað svo ófyndnir. Þetta er svona grín sem allir meðal-Jóar (og Simmar) gætu ælt út í sér í von um að fá smá samúðarhlátur. Síðan finnst mér hugmyndin á bakvið þetta fyrirbæri mjög gamaldags. Hugmyndin er að það sé til einhver prótótýpa af poppstjörnu og að þeirri ímynd eigi vinningshafinn að falla. Er ekki verið að drepa niður allt sem heitir frumleiki og sköpunarhátt með þessari keppni? Jájá vinur þú ert ekki nógu góður til að koma með eigin hugmyndir að klæðnaði og sviðsframkomu þannig að vertu bara eins og þú "átt að vera". Mér myndi líka mjög illa við það ef fullt af svokölluðum sérfræðingum væru eitthvað að segja mér hvernig ég ætti að klæða mig og hvernig ég ætti að hegða mér, þú veist ef ég væri tónlistarmaður. Þetta er drasl.