Manics dagar
Í tilefni þess að það er mánuður í að sjöunda breiðskífa Manic Street Preachers komi út eru Manics dagar á Endurvarpinu. Lög af nýju plötunni eru leikin vægðarlaust og jafnvel einhver eldri sem fá að fljóta með. Nýja platan ber nafnið Lifeblood og eru þeir félagar á töluvert nýjum slóðum á henni. Þeir þjást af því sem ég vil kalla old-age pop syndrome sem hrjáir einnig Red Hot Chili Peppers um þessar mundir. Einkennin lýsa sér í léttari og poppaðri tónlist en áður hefur einkennt þessar hljómsveitir. Eftir nokkra hlustun á þessa nýju plötu Manics er þó ljóst að þeir tapa ekki miklu í snilld í að létta sig aðeins upp. Enn eru þeir að smíða grípandi lög sem endalaust er hægt að hækka í og syngja með. Fólk getur virt þessi mikilvægu snillimenni fyrir sér á myndinni og ekki er verra að beina að þeim erótískum augum, fyrir þá sem smekk hafa fyrir slíku.