Airwaves 2004
Tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves verður haldin með prompi og prakt dagana 20. - 24. október. Það sem ber hæst þetta árið er tvímælalaust bandaríska hljómsveitin The Shins, breska hljómsveitin Keane og Norðmaðurinn Magnet. Þetta þrennt er allavega það sem ég bíð hvað spenntastur eftir. Síðan verða öll helstu íslensku böndin að spila og má þar nefna snillinga á borð við Maus, 200.000 Naglbíta, Bang Gang, Leaves, Dikta, Búdrýgindi og hin velnefnda Hjálmar. Endurvarpið er byrjað að hita upp fyrir hátíðina og spilar flestar áðurnefndar hljómsveitir í gríð og erg en sérstaklega Keane og The Shins. Við sjáumst þá bara á Airwaves.