Endurvinnslan: Verslunarmannahelgin (Örlygur í Eyjum)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Verslunarmannahelgin (Örlygur í Eyjum)

Nú rennur brátt í garð þessi mesta ferðahelgi ársins. Þetta er helgin sem engin þarf afsökun til að vera fullur frá föstudegi til mánudags. Fréttaritari Endurvinnslunnar er staddur í Eyjum og ætlar að blogga frá þessum mikla viðburði sem hefur fengið nafnið "Þjóðhátíð" þrátt fyrir það að hin opinbera þjóðhátíð sé 17. júní. En Vestmannaeyjingar þurfa að glíma við minnimáttarkennd sem þeir blása upp um hverja verzlunarmannahelgi. En við skulum heyra hvað hann Örlygur hefur að segja..

Já komiði sæl. Ölli hér, stundum kallaður ofur-ölli, förum ekkert nánar í það, hehe. Já ég var mættur í Herjólfsdal um klukkan 10:17 að eyjartíma í gærmorgun. Mér finnst algjört mösst að vera mættur snemma til að byrja að hita upp fyrir þessa mestu hátíð Íslendinga. Við félagarnir byrjuðum á því að setja upp okkar tjöld og svo gerum við alltaf það sama hvert ár. Þetta er orðin hálfgerð seremónía hjá okkur að fá okkur kókó mjólk og kleinur við komu til Eyja. Eftir það opnuðum við nokkra Kalla (Carslberg fyrir þá sem þekkja hann ekki eins vel) og sötruðum á. Það var nú frekar fámennt á þessum tíma en við fylgdumst með þegar verið var að setja upp stóra sviðið. Maður fyllist eins konar trúarlegri tilfinningu þegarmaður hugsar um hvaða snillingar eiga eftir að standa á þessu sviði. Ingó og Veðurguðirnir, Sálin, Stuðmenn, Papar, Raggi Bjarna...eigum við að tala um það eitthvað eða! Svo tókum við félagarnir forskot á sæluna þegar Raggi tók upp gítarinn. Við tókum lög eins og "Stál og hnífur", "Rangur maður" og "Nú er ég léttur". Raggi er algjör geðsjúklingur á gítarnum. Hann er líka að fá feitt að ríða út á þetta. Ég reyndi einu sinni að byrja að læra á gítar en gafst fljótt upp. Þá er einfaldara að opna vaselínið og hafa klósettpappírsrúlluna tilbúna. Förum ekki nánar út í það! Ég er skíthræddur um að vera kominn með húðkrabbamein því ég fór þrjá daga í röð í ljós fyrir Eyjar. En það er einfaldlega sársauki að vera fallegur. Maður þarf nú að vera bjóðanlegur hérna í Eyjum! Já ég er bara þokkalega ferskur, ekkert svo graður. En það er nú kannski af því við erum svo gott sem þeir einu hérna á svæðinu! Maður verður kannski blíðlegur við strákana í kvöld, haha. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði mesta hátíð sem sögur fara af. Barnabörnin mín munu heyra sögur af þessu. Út!

Ég þakka Örlygi fyrir hans innlegg.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music