Endurvinnslan: Uppáhalds tónlistin 2008          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Uppáhalds tónlistin 2008

Ég finn hjá mér þörf til að renna stuttlega yfir það sem ég fílaði hvað best á árinu 2008. Mér þykir vænt um þessa tónlist því ég tengi hana við góða tíma sem ég átti í Ástralíu.

Ég fílaði Sigur-Rós plötuna Með suð í eyrum við spilum endalaust vel og var hún ósjaldan sett í eyrun og hafð í gangi er erlenda gesti bar að garði. Ég sýkti svo nokkra útlendinga af Sigur-Rós vírusnum. Allt endaði þetta á eftirminnilegum tónleikum í Melbourne sem rataði svo á blaðsíður fréttablaðsins. Lagið "Inní mér syngur vitleysingur" eitt af lögum ársins að mínu mati.


Einnig var ég eins og margir hrifinn af framlagi Emilíönu Torrini á árinu. Me and Armini hét platan og var virkilega ljúfur tónskammtur þar á ferð. "Hold heart" þar á meðal hápunkta.


Annuals gáfu út sófmór plötuna sína Such fun og lýsir nafnið plötunni vel. Rosalega notalegt fjör á ferðinni og eiginlega vitleysa hvað hún er grípandi og heillandi. Ég var skotinn í laginu "Down the mountain" því það fékk mig til að hressast við og vera andvaka.

Annað sem fékk mig heldur betur til að hressast, standa upp og ata út útlimum var fyrsta plata Black Kids, Partie Traumatic. Skemmtilega kjúruð (vísað hér í The Cure) diskó partýplata. Eiginlega bara fjör.


Strákarnir mínir í My Morning Jacket ollu mér engum vonbrigðum á árinu með útgáfu á Evil Urges sem tók tímana tvenna að melta en er í dag í miklu uppáhaldi. Gríðarlegur slatti af skemmtilegum pælingum og laglínum sem rödd Jim James skvettir í mann án afláts. Frekar úrkynjuð (vísa hér í fjölbreytni) en að mínu mati verðlaunar hún hlustandanum fyrir að stökkva út í úrkynjunina og til dæmis að sætta sig við hið hallærislega en undarlega skemmtilega "Highly Suspicious".


Fleet Foxes voru með á nótunum á tónleikum í byrjun janúar og ekkert mikið síðari var tónfimi þeirra á samnefndri plötu þeirra. Margir voru hrifnir. Ég er enn bara nokkuð hrifinn. Afar þétt og auðsoðinn afurð. "Ragged Wood" í augnablikinu að smyrja brauðið mitt.


Ég niðurhalaði mjög ruglingslegri útgáfu af Narrow Stairs með Death Cab for Cutie. Það er að segja öll lagaheiti voru vitlaus og ég var ekki einu sinni 100% hvort þetta hafi verið rétt plata. En allavega þessi ruglingur sem ég fékk lét vel í eyrum og er með því betra sem Death Cab hafa gert. "I will possess your heart" eina lagið sem ég get nefnt með einhverri vissu.


Sjöunda Tré tvíeykisins Goldfrapp blés hárið á mér vel aftur á árinu og kolféll ég fyrir sjarma upphafslagsins "Clowns".


Keane menn flutu bátnum mínum að sama skapi með 80's skotinni gripfastri plötu að nafni Perfect Symmetry. Ég var algjörlega að jánka þessari plötu. Auðvitað eru Keane ekkert að fara að gera meistarastykki áratugarins en á meðan þeim stendur (ha?) eru þeir konungar kastalans í grípandi poppsmellum.


Elbow platan The Seldom seen kid var ekki af verri endanum. "Mirrorball" til að mynda vatnsgreiddi mig hressilega.


En það sem virkilega startaði bílnum mínum og setti í fimmta var þrumufleygur The Mars Volta, Bedlam in Goliath. Þeir eru ekkert að skafa bílinn sinn áður en þeir setja í gang. Það er bara keyrt af stað í hátt í klukkutíma og það eina sem maður heyrir eru óhljóðin í útkeyrðri vélinni. En djöfull sándaði hún vel. "Goliath" er lag ársins. Svo einfalt er það.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music