Endurvinnslan: Fleet Foxes          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Fleet Foxes

Það var í gærkvöldi sem ég sá þá félaga í Fleet Foxes á tónleikum. Ég og vinkona mín vorum einróma um að þessir glaðlegu kappar frá Seattle hefðu blásið hárið okkar hressilega aftur. Þetta voru magnaðir tónleikar.

Fyrir tónleikana mættum við söngvaranum og hljómborðsleikaranum á götunni. Vinkona mín benti mér á þá því ég þekki þá ekki í sjón. Við vorum hins vegar of sein að bregðast við til að ná mynd af köppunum.

Flutningur þeirra var óaðfinnanlegur og get ég jafnvel sagt að þeir séu betri lifandi en á plasti, sem miðað við gæði fyrstu plötu þeirra, ætti að vera erfitt. Söngvarinn og forsprakkinn Robin Pecknold var frábær og sýndi að frábær rödd hans er ekkert fínpússuð í stúdíóinu. Flutningur hans á "Oliver James" var af öðrum heimi og sendi gæsahúð niður hrygginn. Þeir tóku öll lögin af plötunni sinni og nokkrum lögum betur, voru kallaðir þrisvar upp. Auðveldlega bestu tónleikar ársins 2009. Hljómar kannski kjánalega en það verður erfitt fyrir eitthvert band að ná sömu hæðum og refirnir gerðu þetta kvöld.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music