Endurvinnslan: Síðasti dagur ársins          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Síðasti dagur ársins

Þá styttist leiðin að næsta ári. Hér er gamlársdagur og allir hressir. Ég og Peter ætlum út að borða á Lygon stræti og kannski kíkja á pöbb. Svo þegar nær dregur miðnætti munum við flytja aðsetur okkar niðrí miðbæ. Þar verður flugeldasýning og væntanlega talið niður að miðnætti. Það verður gaman að upplifa nýtt ár í stórborginni Melbourne. Peter sagði mér að það væri hefð að fólk kyssti kvenlöggur á gamlárskvöld. Hann er nú vanur að steypa vel í mér og trúði ég þessu mjög varlega. En þetta er víst satt en hins vegar er ekki um að ræða alvöru koss, bara á kinnina :(

Hér er ég byrjaður að pakka niður og þrífa íbúðina. Veðrið er ágætt en á að batna til muna um helgina og þá ætla ég að vera að mestu búin að pakka og þrífa.

Ég held að ég geti ekki sagt neitt eitt um árið 2008 hjá mér. Það átti stórkostleg augnablik, bönd voru mynduð, hjartað hamaðist, dansspor voru stigin, hjarta kramdist, sigrar unnir, vaskað var upp, efast, sannfærst, drukkið, synt, hlaupið, siglt, lesið, rannsakað, hlustað, gert mistök, gert það rétta, saknað, eldað, skypað, farið á hausinn, endajaxlar teknir, veikst, kastað upp, séð eftir, kvatt, dást að, leikið á gítar, borðað sushi, kengúru og tofu, orðið fyrir vonbrigðum, og þess háttar. Bara þetta daglega líf.

Gangið hægt um
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music