Endurvinnslan: Jól í Ástralíu          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Jól í Ástralíu

Aðfangadagskvöld er að líða undir lok. Gríðar vel heppnuð veisla að baki. Maturinn var allur fyrsta flokks og ljóst að Íslendingar geta státað af snilldar kokkum í Ástralíu. Við settum pakka undir runna og spiluðum hakkí sakk. Það þarf kannski ekki að taka fram að veðrið var mjög gott. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi. Pottþétt kvöld sem ég gleymi aldrei, aðfangadagskvöld í Ástralíu. En maður er þokkalega búinn á því eftir matreiðslu, át og hakkísakk.


Heiðursgestir í öllum sætum


Pabbi á nú heiðurinn af þessari sósu en ég og Unnar settum hana saman og útkoman var velheppnuð.


Gjafirnar undir runna. Útigangskettir eyddu jólunum með okkur.


Peter gaf mér meðal annars litla uppblásanlega dúkku sem vakti lukku. Samkvæmt leiðbeiningunum fær hún aldrei höfuðverk og mun ég aldrei fara einn heim aftur.


Dúkkan kveikti í Jóni og var erfitt að hafa hemil á honum.


Sprenjusérfræðingur var kallaður til svo að allt færi stórslysalaust fram. Annað eins hefur nú gerst.


Erna og Dagbjört gáfu mér nýju plötuna með Sprengjuhöllinni. Unnar og Auður gáfu mér þennan púða vitandi að ég eigi langt flugvélaferðalag fyrir höndum. Ekki amalegt.


Katrín og Jón gáfu mér þetta bílamerki. Ja hvað getur maður sagt?

Á morgun verður gerð tilraun til að klára allt það kjöt sem við keyptum. Þá verður grillhádegismatur og svo verður stefnan sett á flatmögun á ströndinni. Ég held að það þurfi ekkert að ræða það.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music