Endurvinnslan: Fótó          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Fótó


Í gær var farið á footy (ísl. fótó) leik í Melbourne Cricket Ground leikvellinum (kallaður MCG). Þar mættust stálin stinn, en rimman var á milli heimaliðsins Carlton Blues og Saint Kilda Saints. Þar sem ég er búsettur í Carlton styður maður að sjálfsögðu sitt lið í gegnum súrt og sætt, aðallega súrt.

Leikvangurinn tekur um 100.000 manns í sæti og er sá stærsti á suðurhvelinu allavega. Það voru um 56.000 tappar mættir á leikinn í gær og stemningin með góðu þó að kuldinn léti fyrir sér finna. Bjórinn hlýjaði þó ágætlega og svo sporðrenndi ég einu stykki volgri kjötböku sem er víst hefð á fótó leikjum. Hún var ekki svo slæm.

En þessi leikur er frekar einfaldur (eins og flestir boltaleikir). Markmiðið er að koma tuðrunni á milli stanga sem standa á sitt hvorum enda vallarins. En í þessum leik má bæði nota hendur og fætur, og svo má skutla sér á mann og annan. Þetta er mikil snertiíþrótt og engum vettlingahandtökum beitt. Það sýður oft upp úr og menn hrinda og ýta. Þetta er sýning á verkun karlhormóna og karlímyndar. Sæll.

En mínir menn létu í lægra haldi fyrir dýrlingunum þrátt fyrir hetjulega mótspyrnu í síðasta fjórðungnum. Þetta var hin besta skemmtun.

Það var frekar óheppilegt að það er hæst hægt að fá sex stig fyrir að hitta á milli tveggja innstu stanganna. Og þegar ég var að spyrja lengra komna hvort að liðið hefði fengið sex stig þá litu krakkar á næsta bekk okkur spyrjandi augum.



                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music