Superbad (2007)
Ég veit eiginlega ekkert hvaða fólk er á bak við þessa mynd og skiptir það litlu máli. Þegar þetta er skrifað er þessi grínmynd í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum. Bogi bauð mér á forsýningu á hana en hún verður skv. imdb.com frumsýnd 28. september á Íslandi.
Ég skemmti mér ljómandi vel yfir þessari mynd. Hún hefur groddaralegan og klúran húmor sem ég fílaði vel og einnig skemmtilegar persónur. Á köflum fór hún kannski aðeins út í vitleysu en krúttleg vinasagan milli aðalpersónanna vóg það upp. Alveg þess virði að kíkja á þessa þegar hún kemur aftur í bíó.
Tjekkið á mögnuðum treiler fyrir myndina..