Eilíft sólskin hins flekklausa hugar
Þessi magnaða mynd frá 2004 var að komast í útvaldan hóp minna uppáhalds kvikmynda. Myndin verður betri og betri með hverri áhorfun og alltaf dáleiðir hún.
Svo fær hún mann líka heldur betur til að pæla. Ef það væri hægt að eyða minningu um einhverja manneskju myndi maður gera það? Til að spara sér hjartasorg. Einhver sem maður hefur misst. Vafalaust myndu margir freista þess að taka sér styttri leið og sleppa því að þjást. En mín skoðun er, og ég veit að margir eru sammála mér, að maður þarf að læra að yfirstíga vonbrigði, læra að syrgja. Það er hluti af lífinu og gerir mann að sterkari manneskju.
Og svo þetta með ástina. Eins og í myndinni þá sætta Clementine og Joel sig að lokum við hvort annað. Sætta sig við að hinn aðilinn hefur fullt af eiginleikum sem fara í taugarnar á þeim. Fullt af göllum. Þetta er veggur sem flestir reka sig á í ástarsambandi. Átta sig á að þessi manneskja er alls ekki eins fullkomin og hún leit í upphafi út fyrir að vera. Og hún verður það aldrei. Þetta er spurning um að hafa kjark til að sætta sig við manneskjuna. Ást er.. að sætta sig við hann/hana.
Stundum furða ég mig á því hvað konur og karlar eru úti um allt að ná saman. Miðað við hvað þau hafa mismunandi reynsluheim að baki þá er þetta eins og að blanda saman kók og vatni. Þetta er auðvitað í eðli okkar. Allir vilja, allavega samkvæmt Darwin, fleygja genum sínum í genasundlaugina. En umhverfi okkar er öllu flóknara en annara lífvera og þurfum við stundum að gjalda fyrir með skilnuðum og sambandsslitum.
Þetta er eins og í lottói. Flestir spila með en fáir fá stóra vinninginn. Þeir hamingjusömustu sætta sig við þrjá rétta.
Svo fær hún mann líka heldur betur til að pæla. Ef það væri hægt að eyða minningu um einhverja manneskju myndi maður gera það? Til að spara sér hjartasorg. Einhver sem maður hefur misst. Vafalaust myndu margir freista þess að taka sér styttri leið og sleppa því að þjást. En mín skoðun er, og ég veit að margir eru sammála mér, að maður þarf að læra að yfirstíga vonbrigði, læra að syrgja. Það er hluti af lífinu og gerir mann að sterkari manneskju.
Og svo þetta með ástina. Eins og í myndinni þá sætta Clementine og Joel sig að lokum við hvort annað. Sætta sig við að hinn aðilinn hefur fullt af eiginleikum sem fara í taugarnar á þeim. Fullt af göllum. Þetta er veggur sem flestir reka sig á í ástarsambandi. Átta sig á að þessi manneskja er alls ekki eins fullkomin og hún leit í upphafi út fyrir að vera. Og hún verður það aldrei. Þetta er spurning um að hafa kjark til að sætta sig við manneskjuna. Ást er.. að sætta sig við hann/hana.
Stundum furða ég mig á því hvað konur og karlar eru úti um allt að ná saman. Miðað við hvað þau hafa mismunandi reynsluheim að baki þá er þetta eins og að blanda saman kók og vatni. Þetta er auðvitað í eðli okkar. Allir vilja, allavega samkvæmt Darwin, fleygja genum sínum í genasundlaugina. En umhverfi okkar er öllu flóknara en annara lífvera og þurfum við stundum að gjalda fyrir með skilnuðum og sambandsslitum.
Þetta er eins og í lottói. Flestir spila með en fáir fá stóra vinninginn. Þeir hamingjusömustu sætta sig við þrjá rétta.