Líkamsrækt
Algjör sprenging hefur orðið í iðkun líkamsræktar á Íslandi. Ansi margir sem ég þekki eiga kort í Laugum eða annars staðar. Það er enginn maður með mönnum nema að skreppa í ræktina öðru hvoru. Þetta er auðvitað bara jákvætt þar sem rannsóknir sýna að reglulegar þolæfingar minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Þolæfingar eru til dæmis skokk, hjólreiðar, hlaup og sund. Lyftingar hafa ekki eins bein áhrif á alhliða líkamsform og heilsu. Hér eru nokkrar jákvæðar afleiðingar reglulegra þolæfinga:
Minnkar líkur á hjartæðasjúkdómum
Eykur langlífi
Minnkar líkur á sumum tegundum krabbameins
Styrkir ónæmiskerfið
Minnkar líkur á þunglyndi
Meira þol fyrir streitu
Sjálfur reyni ég að hreyfa mig reglulega í formi skokks. Einnig stunda ég lyftingar nokkrum sinnum í viku. Einu sinni var ég spurður hvað ég væri að gera í "ræktinni". Hvort ég væri að styrkja mig eða hvað.. Ég svaraði játandi. Það er reyndar ekki rétt. Það er svo ég líti vel út allsber.
Minnkar líkur á hjartæðasjúkdómum
Eykur langlífi
Minnkar líkur á sumum tegundum krabbameins
Styrkir ónæmiskerfið
Minnkar líkur á þunglyndi
Meira þol fyrir streitu
Sjálfur reyni ég að hreyfa mig reglulega í formi skokks. Einnig stunda ég lyftingar nokkrum sinnum í viku. Einu sinni var ég spurður hvað ég væri að gera í "ræktinni". Hvort ég væri að styrkja mig eða hvað.. Ég svaraði játandi. Það er reyndar ekki rétt. Það er svo ég líti vel út allsber.