Drengurinn og spákonan
Í gær spáði Sigríður Klinenberg (örugglega ekki rétt skrifað, afsakaðu frú Klinenberger) í framtíð mína. Um aldir alda hafa menn verið að spá í framtíðinni. Nostradamus líklega frægastur þeirra. Ég ræddi við konu sem líklega er kvenkyns útgáfa af Damaranum.
Hún sagði mér að þetta væri ár ástarinnar. Ég þarf engar áhyggjur að hafa. Ég hugsa rosalega mikið. Ég þarf að skrifa meira. Skrifaðu drengur! Komdu hugsunum út úr þér.
Þetta var mjög áhugavert. Ég hef því ákveðið að ég mun skrifa enn meira á þessa síðu. Ég mun skera á hugsana-æðarnar og láta mér blæða á www.endurvarpid.blogspot.com.