Hnetusmjör og bananar
Undanfarið hefur fátt annað verið á flögri í huga mínum annað en hnetusmjör og bananar. Ég er þetta léttur á því enda ekki þekktur fyrir að vera alvarlega þenkjandi mannkvikindi. Hnetusmjör og bananar eru í mínum huga orðin heilög pörun. Alveg eins og popp og kók, mjólk og súkkulaði og Peter Bjorn og John. Þetta er unaðsleg blanda sem getur verið meinholl ef rétt hnetusmjör er brúkað. Ég mæli með hnetusmjörinu frá Himneskri Hollustu. Ég er nú lítið í brauðinu en ég sé fyrir mér glóðvolga, ilmandi ristaða brauðsneið smurð duglega með hnetusmjöri og bananasneiðarnar raðaðar ofan á. Jammí jammí. Svo er fátt betra eftir vinnudag að láta renna í heitt bað og ímynda sér stælta kroppa löðrandi í hnetusmjöri.