Sahara Hotnights - Visit to Vienna
ahamm. Þær eru komnar með nýja plötu dömurnar í Sahara Hotnights. Hún olli mér vonbrigðum við fyrstu hlustun, ekki nærri eins löðrungshressandi og síðasta plata þeirra Kiss & Tell. Þær hafa því miður yfirgefið hið sólríka pönkpopp og halla sig meira að poppinu á þessari plötu. Lagið Visit to Vienna er það besta sem ég hef fundið á þessari plötu til þessa. Þó þess virði að hlýða á Cheek to Cheek líka. Platan er What if Leaving is a Loving Thing.
Myndbandið við Visit to Vienna er megasvalt.
Sahara Hotnights - Visit to Vienna
Myndbandið við Visit to Vienna er megasvalt.
Sahara Hotnights - Visit to Vienna