Ofurhetjur
Ég held að allir séu búnir að gefast upp á að skapa ofurhetjur fyrir teiknimyndabækur eða fyrir hvíta tjaldið. Frekar eru gerðar framhaldsmyndir um góðkunningja allra, Súperman, Batman og Spæderman. Svo þegar búið er að gera slatta af framhaldsmyndum þá er bara byrjað upp á nýtt og "The Beginning" bætt fyrir aftan titilinn.
Ég er hins vegar með góða hugmynd að nýrri ofurhetju. Við lifum á breyttum tímum heldur en voru þegar Súperman og félagar voru skapaðir. Meira jafnrétti kynjanna og karlmennska orðið sveigjanlegra hugtak.
Ofurhetjan myndi heita Speltman, fyrsta lífrænt ræktaða ofurhetjan. Sagan er þannig að Sonny Silver er sorphirðumaður sem verður fyrir vörubíl sem inniheldur geislavirkt spelt. Hann lifir af slysið en fer að finna fyrir miklum breytingum. Hann verður heilbrigðari, meltingin batnar, hann fær meira þol og upplifir mikla vellíðan. Þegar Erfðabreytti Hveitimaðurinn kemur í bæinn þarf hann svo að taka á honum stóra sínum. Helsta vopn Hveitimannsins eru kleinuhringir búnir til úr erfðabreyttu hveiti sem innihalda jafnframt heilan helling af hertri fitu. Speltman getur hins vegar hoppað rosalega hátt og hann getur baunað spelti úr öllum skilningarvitum. Hann getur búið til speltský og flogið á því. Hann dritar einnig litlum lífrænt ræktuðum spelthleifum (með hörfræjum og sólblómafræjum) í hvern þann er abbast upp á hann. Hann er vopnaður öflugri byssu sem skýtur hörfræjarolíu sem er einstaklega rík af nauðsynlegum ómettuðum fitusýrum.
Sonny Silver er skotinn í Lauru Lorn en hún er trúlofuð Billy Bathgate sem á stærsta hveitiframleiðslufyrirtæki Bandaríkjanna. Þið þekkið restina..
Ég er hins vegar með góða hugmynd að nýrri ofurhetju. Við lifum á breyttum tímum heldur en voru þegar Súperman og félagar voru skapaðir. Meira jafnrétti kynjanna og karlmennska orðið sveigjanlegra hugtak.
Ofurhetjan myndi heita Speltman, fyrsta lífrænt ræktaða ofurhetjan. Sagan er þannig að Sonny Silver er sorphirðumaður sem verður fyrir vörubíl sem inniheldur geislavirkt spelt. Hann lifir af slysið en fer að finna fyrir miklum breytingum. Hann verður heilbrigðari, meltingin batnar, hann fær meira þol og upplifir mikla vellíðan. Þegar Erfðabreytti Hveitimaðurinn kemur í bæinn þarf hann svo að taka á honum stóra sínum. Helsta vopn Hveitimannsins eru kleinuhringir búnir til úr erfðabreyttu hveiti sem innihalda jafnframt heilan helling af hertri fitu. Speltman getur hins vegar hoppað rosalega hátt og hann getur baunað spelti úr öllum skilningarvitum. Hann getur búið til speltský og flogið á því. Hann dritar einnig litlum lífrænt ræktuðum spelthleifum (með hörfræjum og sólblómafræjum) í hvern þann er abbast upp á hann. Hann er vopnaður öflugri byssu sem skýtur hörfræjarolíu sem er einstaklega rík af nauðsynlegum ómettuðum fitusýrum.
Sonny Silver er skotinn í Lauru Lorn en hún er trúlofuð Billy Bathgate sem á stærsta hveitiframleiðslufyrirtæki Bandaríkjanna. Þið þekkið restina..