Patrick Wolf
Patrick Wolf er írskur tónlistarmaður sem nýlega gaf út sína þriðju plötu. 24 ára að aldri og nú þegar lofhylltur af tónlistarpressunni hefur þessum unga lagahöfundi/söngvara/fiðluleikara verið hampað sem hinum nýja Bob Dylan. Þennan Bob Dylan þekki ég ekki en kynni mín af Patrick Wolf eru þónokkur. Ég hlustaði á fyrri plöturnar og þó þær hafi alls ekki verið í uppáhaldi þá mátti heyra á þeim ótvíræða hæfileika til að sjóða saman grípandi blöndu af rafhljómum og lifandi hljóðfærum þar sem fiðlan spilar oft stóran part.
Mér líst gríðarlega vel á nýjustu plötu hans The Magic Position. Hún er aðgengilegri en hinar fyrri og það er meiri gúdfíl í henni. Með fylgir titil lagið af þessari plötu sem kitlaði tóntaugarnar mínar allhressilega nýlega.
Patrick Wolf - The Magic Position