Músjeik
..ef við vindum okkur aðeins í músíkina þá virðist svo vera sem að nýja platan með LCD Soundsystem Sound of Silver sé heitasta nýjasta útgáfan í dag. Gagnrýnendur eru að frussa hrósi yfir þessa plötu sem er sú önnur frá þessu ameríska eins manns bandi. Ég hef ekki mikið náð að hlusta á þessa plötu en hún bíður þess að komast í hlustun eins og hrúga af öðru drasli. Hlustaði aðeins á nýju Kaiser Chiefs plötuna í bílnum í dag. Þeir ná alveg að hressa mig, lögin þeirra grípa nokkuð fljótt en venjulega eldist tónlist þeirra ekki vel. Svo get ég mælt með plötunni með The Klaxons. Þeir eru stórskemmtilegir, gera höfuðskekjandi indídiskó og skammast sín ekkert fyrir það.