Ávaxtasafi
Í dag mæli ég ekki með neinni tónlist né kvikmyndum. Í dag mæli ég með ávaxtasafanum frá Yggdrasill sem er úr lífrænt ræktuðum ávöxtum. Ég er með algjört æði fyrir epla og mangósafanum þeirra. Hann er geggjaður. Og þetta er ekkert smá hollt og gott. Eina vandamálið við þetta er hve rándýrt þetta er. En ég myndi segja að þetta borgaði sig að drekka þetta frekar en þessa svokölluðu "hreinu" ávaxtasafa sem eru seldir í kjörbúðum mest allt búið til úr einhverju drasl þykkni. Hægt er að fá safann í heilsubúðum, Hagkaup og Nóatún.