Bíó - 300 (2007)
Ég verð að viðurkenna að fyrirfram var ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir stríðsmyndinni 300. Ástæðan kannski þreyta á þessum tegundum kvikmynda.
En eftir að hafa séð myndina þá get ég ekki sagt annað en ég hafi heillast.
Ef þú blandar saman Lord of the Rings, Gladiator, The Matrix og slatta af blóði, magavöðvum og almennum andstyggilegheitum er líklegt að útkoman verði eitthvað í líkingu við 300. Ofboðslega flott gerð mynd og sannarlega góður kostur ef einhver er að hugsa um að kíkja í kvikmyndahús. Þetta er nefninlega mynd sem nýtur sín best á stóra tjaldinu.