Endurvinnslan: Babel (2006)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Babel (2006)

Brad Pitt fer með hlutverk í Babel

Það var ekki við öðru að búast. Þrammað var í kvikmyndahús þetta kvöldið.
Á boðstólnum var nýjasta kvikmynd leikstjórans Alejandro Gonzáles Inárritu (Amores Perros, 21 grams) en í henni leika Brad Pitt, Cate Blanchett ásamt fullt af öðru fólki af ýmsu þjóðerni.
Mexíkaninn Inarritu leggst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og mætti halda að maðurinn hafi fengið væna skvettu af mikilmennskubrjálæði í höfuðkúpuna eftir velgengni tuttuguogeins gramma. Spánverjinn leiðir okkur ekki bara um allan heim, allt frá Marokkó til Suður-Ameríku og þaðan til Japans heldur leiðir hann okkur einnig í gegnum miklar víðáttur tilfinninga. Þetta er saga um ungan dreng með riffil, hjón sem lenda í skotárás í Marokkó, heyrnarlausa japanska stúlku í tilvistarkreppu og spænska barnfóstru sem lendir í hremmingum. Þetta er saga um fólk sem tekur rangar ákvarðanir og þarf að gjalda fyrir þær.
Að horfa á þessa mynd var eins og að keyra um á geimjeppa um myrka hlið tunglsins. Mjög áhugavert að skoða þessa dimmu og sjaldséðu hlið tunglsins en ég er ekki viss um að ég vildi keyra aftur þarna um.
Mér finnst Inarritu hafa fært sér full mikið í fang í Babel. Vegna umfangs hennar halda sögurnar ekki nægilega dampi út alla myndina. Engu að síður eru margar góðar senur í myndinni og til að mynda fannst mér lokasenan afar flott.
Annars fannst mér hin ungu Rinko Kikuchi sem lék japönsku stúlkuna og Boubker Ait El Caid sem lék unga marokóska drenginn með riffilinn stela senunni. Ég get mælt með myndinni fyrir fólk sem hefur þolinmæði og hefur áhuga á drungalegum hliðum lífsins en fyrir hina þá mæli ég með góðum grænum frostpinna.

Ég strái þremur stjörnum yfir þessa mynd. Af fjórum mögulegum.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music