Stranger than Fiction (2006)
Það er skemmtilegur leikhópur sem kemur saman í þessu absúrd gríndrama. Will Ferrell, Emma Thompson, Dustin Hoffman, Maggie Gyllenhaal og Queen Latifah.
Þetta er skemmtilega skrýtin mynd sem ég hafði töluvert gaman af. Grínbangsinn Will Ferrell sýnir að honum er meira til listanna lagt en að greiða hárið í píku og ganga um með hann beinstífann. Hann leikur aðalpersónuna í þessari mynd mjög vel og skemmtilega.
Mér fannst þó helst vanta sterka heildarmynd. Hún hafði margar flottar áhrifamiklar senur en mér fannst heildarmyndin ekki nógu sterk. Hún náði ekki að höggva nægilega í mig.