Little Miss Sunshine (2006)
Little Miss Sunshine er verk þeirra Jonathan Dayton og Valerie Faris (já þau) og í henni eru leikararnir Steve Carrell, Toni Collette og Greg Kinnear að ógleymdri fegurðardrottningunni ungu Abigail Breslin (Signs).
Ég tek undir það sem aðrir hafa verið að segja um þessa mynd. Hún er stórskemmtileg. En líka voðalega sæt sem er góð blanda. Svona mynd sem veldur því að maður pissar út fyrir þegar heim er komið. Það hafa allir verið að gefa henni þrjár stjörnur þannig að ég bæti bara aðeins um betur. Geri aðrir betur!