Incubus - Light Grenades (2006)
Strákarnir í Incubus eru á leiðinni til landsins einhvern tíma árinu, man ekki hvenær. Þeir gáfu út þessa plötu undir lok síðasta árs. Ég er búinn að hlusta svolítið á hana og hún kemur bara vel á óvart. Ég hefði alveg búist við þreyttri plötu frá þeim og bjóst eiginlega við því. En þetta er bara nokkuð ferskt hjá þeim og margt mjög grípandi og flott á plötunni. Ég spái til dæmis A kiss to send us off vinsældum. Þeir sanna hér að þeir eiga heima í A flokki rokkhljómsveita með böndum eins og System of a Down og Muse.
____________________________________________
Góð lög til að niðurhala af Light Grenades:
A kiss to send us off
Dig
Anna Molly
Love Hurts
Paper Shoes
____________________________________________