The Shins - Wincing the night away (2007)
Wincing the night away er þriðja breiðskífa The Shins sem kemur frá Albuqurque í Nýju Mexíkó. Þessi hljómsveit er ein af mínum uppáhalds í dag. Þeir hafa áður gefið út tvær frábærar plötur með snilldar lögum eins og Know your Onion!, New Slang, Caring is Creepy, Kissing the Lipless, So says I og Gone for Good.
Þessi nýja plata sem kemur út von bráðar (29. janúar) inniheldur 11 lög. Ég er búinn að hlusta töluvert á hana og mér líst nokkuð vel á hana. Þetta er svolítið ævintýralegri plata en fyrri tvær. Það er að segja að þeir eru aðeins að gera tilraunir með tónlistina sína. Ævintýralegustu lögin eru án efa byrjunarlagið Sleeping Lesson og Sea Legs. Platan inniheldur annars að mestu klassa lög eins og Australia, Phantom Limb, Split Needles og A comet Appears.
Ekki meistaraverk The Shins en engu að síður skemmtileg og vönduð poppplata sem á eftir að endast vel í spilaranum. Mæli með henni.
_________________________________
Mæli með til niðurhölunar:
Australia
Sea Legs
Phantom Limb
Split Needles
Girl Sailor
A comet Appears
_________________________________