Draumfarir
Mig dreymdi að ég væri á nýju James Bond myndinni. Mér finnst það frekar sorglegt. Annars er ég ágætlega spenntur fyrir þessari nýju James Bond mynd, Casino Royale þar sem nýr Bond er kynntur til leiks í líki Daniel Craig. Ég veit ekki hvað fólk er að röfla um hann, þetta er töff og harðger náungi sem samkvæmt umfjöllunum er að standa sig vel í þrusu Bond mynd.