Blóð, sviti og tár
Ég er sveittur. Löðrandi svitinn streymir niður stælta, loðna bringuna. Hárið er blautt þannig að það lekur neðan af löngum lokkunum. Svipurinn á mér er ákveðinn og sigri hrósandi. Hægri höndin á mér alblóðug eftir átökin. Blóðtaumarnir mynda poll á parketinu. Munnurinn herptur. Reyni að halda aftur af tárunum en eitt sleppur. Saltvatnið ágætis andstæða við blóðið. Verkur í hægri fæti. Vantar tá. Æi svosem ekki hátt gjald fyrir hreina íbúð.