"Sigur fyrir bananann"
Þormóður Gíslason hlaut yfirburða kosningu til formanns í nýafstöðnu prófkjöri Skúnkasíuflokksins. Mikil gleði braust út á kosningaskrifstofu Þormóðs við tíðindin og fór Þormóður mikinn í fögnuðinum. "Þetta er fyrst og fremst sigur fyrir bananann. Það voru margir sem afskrifuðu mig af því ég þótti reiða mig um of á bananann. En þó hann sé boginn, þá lætur hann ekki brjóta sig. Ég vil þakka mínum stuðningsmönnum þennan frábæra stuðning og þá sérstaklega stelpunum á Goldfinger" sagði Þormóður í miðjum látunum. Sjónarvottar segja Þormóð hafa sporðrennt hátt í 30 bönönum í fagnaðarlátunum sem stóðu langt fram á nótt. Gleðin tók þó öllu alvarlegri beyju seint um nóttina þegar Þormóður var stöðvaður af lögreglunni fyrir bananaát við stýri. Við leit í bíl Þormóðs fannst umtalsvert magn af ólöglegum rúmenskum bönönum. Málið er í rannsókn en ljóst að þetta er mikið áfall fyrir Skúnkasíuflokkinn. Enginn bauð sig fram gegn Þormóði í prófkjörinu.