OutKast - Idlewild (2006)
Þeir Andri og Stóri Strákur hafa nú sent frá sér plötuna Idlewild sem er sándtrakk fyrir samnefnda kvikmynd sem þeir standa að. Mynd þessi hefur fengið misjafna dóma og er með 55/100 á metacritic.com. Outkast er að mínu mati ein af fáum áhlustanlegum rapphljómsveitum. Ástæðan er kannski sú að þeir eru ekki hefðbundin rapphljómsveit heldur hafa þeir á síðustu árum byrjað að blanda ýmsum tónlistarstefnum saman og útkoman hefur verið afar skemmtileg eins og á plötunni "Speakerboxx/The Love Below". Það sem ég hef heyrt af þessari nýju plötu hljómar margt mjög skemmtilega. Mæli sérstaklega með lögunum Idlewild Blue (Don't chu worry 'bout me) og Call the Law. Síðara lagið reyndar í boði hér að neðan.
Outkast - Call the Law (featuring Janelle Monáe)