Kvikmyndauppgjör
Ég er búinn að sjá einhverjar kvikmyndir undanfarnar vikur. Kiss Kiss Bang Bang með þeim Robert Downey Jr. og Val Kilmer fannst mér ekki merkileg. Rétt slapp sem deyfandi afþreyjing. Hellboy sá ég í annað skipti, hún er ágætlega hressandi. Walk the Line fannst mér vel heppnuð þrátt fyrir að ég sé alls engin Cash fylgjandi. Virðist hafa verið mikill kjáni sá kappi. Meira hef ég ekki séð af kvikmyndum sem vert er að tala um.