Angel-A (2005)
Iceland Film Festival er nú í gangi og eru á boðstólnum heill hellingur af áhugaverðum myndum víðs vegar að úr heiminum. Ætlunin var að sjá kvikmyndina Volver í kvöld en uppselt reyndist á hana og því varð að stóla á varamynd í þetta sinn.
Reyndist það nýjasta mynd leikstjórans Luc Besson sem þannig er lýst af forráðamönnum: "10. mynd meistarans og kannski hans síðasta. Gullfalleg kona forðar svikahrapp frá dauða og gerist verndarengill hans. Hasar og rómantík í sláandi fallegri Parísarborg". Reyndar frekar villandi lýsing á þessari mynd en jæja. Myndin býður upp á ágætis hugmynd sem unnið er nokkuð skemmtilega úr þannig að úr verður nokkuð hressileg skoðun á mannlegu eðli. Myndin brást þá helst í að kveikja einhver tilfinningaviðbrögð í mér. Annars alveg þokkalegasta ræma.