11-9
Í gær var ekki rætt um mikið annað en hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Það er ansi magnað að hugsa til þess að á þessari jörð þar sem á meðal annara býr svokallað mannfólk skuli slíkt hatur og brjálæði fyrirfinnast. Ætli það sé ekki mannleg þörf að eiga óvini og sú þörf fær hvað íktustu útrás í trúarlegum og hernaðarlegum óvinum. Ég ætla ekki að þykjast skilja þetta stríð en ég veit bara að einhvers staðar á leiðinni hefur trú og græðgi blindað of marga fyrir þeim sannleika að innst inni erum við öll eins.