Afmyndun gelgjunnar
Ég rak augun í gamla hópmynd úr grunnskóla í dag. Myndin var tekin á þeim tíma er unglingaveikin stóð greinilega hvað hæst. Sjúkdómseinkennin voru augljós. Ófríðleikinn algjör. Allir á myndinni voru afskræmdir af sjúkdómnum. Ég leit til dæmis út eins og eiturlyfjafíkill, grindhoraður og eins og að sjúkdómurinn væri að yfirbuga mig. Að mínu mati á að leyfa krökkum á þessu tímabili að halda sig innandyra á meðan það kemst yfir sjúkdóminn. Það er ekki gaman að þurfa að horfa upp á sig sjúkan af unglingaveikinni.