The Pipettes
Þetta er hljómsveit sem ég hef verið að rekast á og ég er farinn að kunna afar vel við. Þetta eru þrjár ungar og hressar breskar stelpur sem leika samblöndu af gamaldags stelpupoppi og indí rokki. Þær kunna bæði að búa til grípandi melódíur og svo geta þau hresst mann gríðarlega og jafnvel neytt mann út í annarlegan dans. Þær hafa ekki enn gefið út alvöru plötu en hafa gefið út þónokkrar smáskífur og held ég eina EP plötu. Tjekkið á Your kisses are wasted on me og Pull Shapes
Fyrsta platan þeirra er væntanleg í júlí.
The Pipettes - Your Kisses Are Wasted On Me
The Pipettes - Pull Shapes