Endurvinnslan: Ofbeldi og krystallar          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Ofbeldi og krystallar

Um daginn horfði ég á tvær myndir, önnur reyndar heimildarmynd. Annars vegar var það tryllir Davids Cronenberg, A History of Violence með Viggo Mortensen og Ed Harris og hins vegar What the bleep do we know? sem er leikin/teiknuð heimildarmynd. Violence var nokkuð fín, ég var samt ekkert dolfallinn. Hún var alveg þónokkuð spennandi og vel framkvæmd en ekkert eitthvað sem situr í manni. Bleep fannst mér svo upp og ofan. Það er verið að fjalla um mjög áhugaverðar hugmyndir í myndinni eins og skammtafræði, efni, trú, siðfræði, tilgang lífsins og sálfræði. Aðal hamar myndarinnar lemur mann með þeirri hugmynd að hugsanir manns hafa áhrif á allt í kringum mann, meira að segja eigin líkama. Við erum ekki áhorfendur af því sem gerist í kringum okkur heldur höfum við áhrif á allt. Hvert og eitt erum við Guðir með óendanlega möguleika. Ein fræg rannsókn sem drepið var á sýndi til dæmis að vatnskrystallar breyttu um lögun eftir því hvaða skilaboð voru skrifuð á flöskurnar sem vatnið var í. Ef það stóð til dæmis "Takk" myndaðist reglulegt munstur í krystalinn en ef það stóð eitthvað eins og "Ég ætla að drepa þig" myndaðist óreglulegt mynstur. Einkennilegt. Þónokkrir sérfræðingar tjáðu sig um þessi mál og var gaman að hlusta á þá. Það sem eyðilagði myndina var hinn leikni hluti sem mér fannst óþarfur.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music