Draumur og Furtado
Mig dreymdi skemmtilegan draum. Hann var það vandaður að hann innihélt punchline. Langt síðan mig hefur dreymt eins vel skrifaðan draum. Ég var að bíða eftir strætó. Tvær aðrar manneskjur biðu með mér. Ég lét mig ekki varða aðra manneskjuna en hin manneskjan var lagleg asísk stúlka sem var klædd eins og hún væri að fara að djamma. Ég spurði hana hvaðan hún væri. Hún reyndi að tala íslensku en hún var illskiljanleg og ég kannaðist ekkert við þá staði sem hún sagðist vera frá. Ég gerði því ráð fyrir að hún væri frá Asíu. Því næst spurði ég hvað hún starfaði á Íslandi. Enn var erfitt að skilja hana en mér heyrðist á tali hennar að hún ynni á leikskóla. Hún hló nú samt bara að því. Hún fór síðan að gerast ansi nærgöngul gagnvart mér og einhvern veginn fór ég að átta mig á því við hvað hún starfaði. Hún var strippari og ég var kúnni. Ég afþakkaði frekari kynni og sagðist vilja vinna fyrir slíkum atlotum. Hún bauð mér að koma og sjá hana dansa á strippstað neðar í götunni.
Nýtt lag með Nelly Furtado á ágætlega við þennan draum. Furtado er þar komin í djammgírinn og búin að leggja frá sér gítarinn. Sérlegur tónlistarráðgjafi Endurvinnslunar gefur laginu 8 í einkunn.
Nelly Furtado - Maneater
Nýtt lag með Nelly Furtado á ágætlega við þennan draum. Furtado er þar komin í djammgírinn og búin að leggja frá sér gítarinn. Sérlegur tónlistarráðgjafi Endurvinnslunar gefur laginu 8 í einkunn.
Nelly Furtado - Maneater