Josh Rouse - Subtítulo
Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Rouse gaf nýlega út sína þriðju plötu. Ekki heyrði ég fyrstu plötu hans en þá aðra (Nashville) á ég og finnst mér hún drullu fín. Nýjasta platan er rosalega þægileg, svona plata sem mundi njóta sín best síðla kvölds á einhverjum heitum evrópskum stað. Það hefur eflaust haft þessi áhrif að kallinn flutti frá Bandaríkjunum í franskan smábæ en ég held að hann hafi samið plötuna þar. Bjartsýni, sólsetur og sandur duga þó ekki alveg til að gera þessa plötu jafngóða og Nashville. Að neðan má niðurhala tveim góðum af Subtítulo.
Josh Rouse - Quiet town
Josh Rouse - Givin' it up
7/10