Band of Horses
Hljómsveitin bandaríska Band of Horses eða Hljómsveit hesta samanstendur ekki af hneggjandi hestum eins og nafnið ef til vill gefur til kynna. Aftur á móti samanstendur bandið af tveimur hneggjandi karlmönnum sem eiga rætur að rekja til Seattle. Opinbera skilgreiningin á tónlist þeirra skv. tónlistarvefnum Allmusic.com er Indie Rock en annars líkist tónlist þeirra mjög hljómsveitinni My Morning Jacket sem einnig er bandarísk. Fyrsta plata þessara reiðmanna kom út í mars að nafni Everything all the time. Ansi áhugavert framlag frá þessum töppum. Sérstaklega fengu lögin Wicked Gil og The Funeral mig til að spenna eyrun. Það er geggjað að geta hneggjað. Segðu.
Band of Horses - Wicked Gil
Band of Horses - The Funeral