Næturvaktin
Næturvakt að baki, þó mætti ég aldrei í vinnuna. Enn og aftur lendi ég í yndislegum leigubílstjóra, afalegur, kunnuglegur og með á nótunum. Sýnir manni áhuga og gefur sér tíma til að spyrja um hversdagslega hluti sem maður fær aldrei leið á að svara. Pabbi okkar allra. Það er bjart og því best að sofa áður en það verður bjartara. Ég og mappan.