Ég, Égsjálfur og mappan
Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég deili rúmi með möppu. Það hefur gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig þó að stöku sinnum verði mappan töluvert nærgöngul gagnvart mér. Mér stóð ekki á sama í nótt þegar ég fann harðan skrápinn læðast um rassinn á mér. Ég hef verið kynferðislega áreittur af möppu. Ætli hún verði ekki látin dúsa á gólfinu í nótt, sjáum til.