Geðveikisprósi
Mér hefur lengi þótt auðvelt að semja ljóð og hér er afrakstur eins sem ég skrapaði saman á meðan ég klóraði mér í vinstra eyranu rétt í þessu. Ég kýs að kalla þetta 'geðveiki'.
Geðveikin lítur víða inn
Enginn er óhultur
Lokiði gluggum
og læsið hurðum
því geðveikin læðist um
og hún bankar ekki á undan sér
Þegar hún er komin inn þá staldrar hún við
þú getur ekki vísað henni á dyr
því hún festist við veggina
eina leiðin er að brjóta niður veggina
og húsið með
Því þegar hún er komin inn þá staldrar hún við
ósýnilegur óvinur á heimili þínu
Geðveikin lítur víða inn
Enginn er óhultur
Lokiði gluggum
og læsið hurðum
því geðveikin læðist um
og hún bankar ekki á undan sér
Þegar hún er komin inn þá staldrar hún við
þú getur ekki vísað henni á dyr
því hún festist við veggina
eina leiðin er að brjóta niður veggina
og húsið með
Því þegar hún er komin inn þá staldrar hún við
ósýnilegur óvinur á heimili þínu