The Subways - Young for Eternity (2005)
The Subways er ungt breskt tríó sem leikur rokk og ról. Fyrsta platan þeirra kom út á árinu og minnir hljómsveitin töluvert á áströlsku rokkarana í The Vines.
Þetta er annars plata hinna góðu spretta. Fyrsta lagið 'I want to hear what you have got to say' er til dæmis fantafínn stuðrokkari og skemmtilegt að heyra stelpuna í bandinu syngja með- eitthvað sem þau mættu gera meira til að skapa sér sérstakari stíl. Aðrir góðir sprettir eru í 'Mary' og 'With You'. Þeim tekst að auki vel í flestum rólegu lagana en galli plötunnar eru auðgleymanlegu töffararokklögin sem voru ekki alveg að virka. Þetta er hins vegar ungt band og þau eiga framtíðina fyrir sér eins og þau sýndu á fínum sprettum á þessari plötu.
6/10