Sigur-Rós í Laugardalshöll
Það viðraði heldur betur vel til loftárása í gærkveldi þegar hljómsveitin Sigur-Rós steig á stokk í Laugardalshöllinni. Og loftárás var það sem við fengum því fermenningarnir vörpuðu á mann ógleymanlegum flutningi á lögum þeirra, flestum af "Takk".
Strengjakvartettinn Anima hitaði upp og lék það sem hljómaði eins og asísk kvikmyndatónlist. Hefði kannski virkað vel á hvíta tjaldinu en svæfði mann frekar þarna á gólfinu í Höllinni. Eftir um 20 mínútna róteringar stigu Sigur-Rósar menn á svið og að sjálfsögðu var fögnuðurinn mikill enda þrjú ár síðan þeir spiluðu síðast á innlendri grund. Hvítt tjald huldi þá en skuggum af þeim var varpað á tjaldið þegar upphafsstefið af "Takk" og "Glósóli" byrjuðu að hljóma. Óaðfinnalegur flutningur á þessu fyrsta smáskífulagi Takkans gaf tóninn fyrir ógleymanlega tónleika. Krafturinn bæði í hljóðfæraleik og ótrúlegri rödd Jónsa söngvara var með eindæmum á þessum tónleikum og sýndu þeir og sönnuðu að hér er á ferð, og ég skafa ekkert utan af því, ein besta hljómsveit í HEIMI. Hvaða önnur hljómsveit kemst til dæmis upp með að syngja á öðru tungumáli en ensku og að ná vinsældum, og við erum að tala um íslensku! Áðurnefndur Jónsi er að mínu mati eitt af undrum veraldar, það er hreint lygilegt að úr þessum granna, hokna manni sem virðist ekki líklegur til að geta sungið gamla Nóa komi þessi ótrúlega fagra englarödd. Þetta er eins dularfullt og að úr heilanum komi vitund mannsins. Ef eitthvað við Sigur-Rós er yfirnáttúrulegt þá er það þessi rödd sem sannarlega naut sín vel og hvergi missti hún tón. Ég hef sjaldan orðið vitni að eins mögnuðum söng og hann gerði þetta eins og að pissa, bara lak út úr honum. Það voru nokkrir hápunktar á tónleikunum sem ég man eftir, til dæmis í "Viðrar vel til Loftárása", "Gong", "Sæglópur" og í "Heysátan" en "Hoppípolla" hreyfði þó mest við mér en þá fylltist Höllinn af fljúgandi stjörnum og manni leið óneitanlega eins og barni að horfa á eitthvað sem er fallegt en ofar manns skilnings.
Sigur-Rós sýndu líka nýja hlið á sér í gær. Þeir geta nefninlega rokkað allt til fjandans eins og þeir sýndu í fyrsta uppklapplaginu (sem ég þekki nú reyndar ekki) en það var lag sem byrjaði með einangruðu bassaplokki en endaði í algjöru brjálæði þar sem trommuleikarinn fór hamförum. Allt ætlaði um koll að keyra og þessir rólegu strákar sýndu að þeir eru engir aumingjar þegar kemur að því að hamra á hljóðfærin. Annars var allt við þessa tónleika gífurlega vandað og allir sem sáu þá vita núna að við Íslendingar getum státað okkur af að eiga eina frumlegustu og bestu hljómsveit í heimi. Ég get þó kvartað yfir einu eftir allt saman en það vantaði sáran lag sem maður þekkti í uppklöppunarefninu því maður var orðinn ansi bakveikur á gólfinu eftir alla þessa standpínu. Ef þeir hefðu til dæmis tekið "Starálf" þá hefði ég gefið tónleikunum fullt hús stiga. Annars kvartar maður ekki mikið yfir þessari flugeldasýningu.
9/10
Strengjakvartettinn Anima hitaði upp og lék það sem hljómaði eins og asísk kvikmyndatónlist. Hefði kannski virkað vel á hvíta tjaldinu en svæfði mann frekar þarna á gólfinu í Höllinni. Eftir um 20 mínútna róteringar stigu Sigur-Rósar menn á svið og að sjálfsögðu var fögnuðurinn mikill enda þrjú ár síðan þeir spiluðu síðast á innlendri grund. Hvítt tjald huldi þá en skuggum af þeim var varpað á tjaldið þegar upphafsstefið af "Takk" og "Glósóli" byrjuðu að hljóma. Óaðfinnalegur flutningur á þessu fyrsta smáskífulagi Takkans gaf tóninn fyrir ógleymanlega tónleika. Krafturinn bæði í hljóðfæraleik og ótrúlegri rödd Jónsa söngvara var með eindæmum á þessum tónleikum og sýndu þeir og sönnuðu að hér er á ferð, og ég skafa ekkert utan af því, ein besta hljómsveit í HEIMI. Hvaða önnur hljómsveit kemst til dæmis upp með að syngja á öðru tungumáli en ensku og að ná vinsældum, og við erum að tala um íslensku! Áðurnefndur Jónsi er að mínu mati eitt af undrum veraldar, það er hreint lygilegt að úr þessum granna, hokna manni sem virðist ekki líklegur til að geta sungið gamla Nóa komi þessi ótrúlega fagra englarödd. Þetta er eins dularfullt og að úr heilanum komi vitund mannsins. Ef eitthvað við Sigur-Rós er yfirnáttúrulegt þá er það þessi rödd sem sannarlega naut sín vel og hvergi missti hún tón. Ég hef sjaldan orðið vitni að eins mögnuðum söng og hann gerði þetta eins og að pissa, bara lak út úr honum. Það voru nokkrir hápunktar á tónleikunum sem ég man eftir, til dæmis í "Viðrar vel til Loftárása", "Gong", "Sæglópur" og í "Heysátan" en "Hoppípolla" hreyfði þó mest við mér en þá fylltist Höllinn af fljúgandi stjörnum og manni leið óneitanlega eins og barni að horfa á eitthvað sem er fallegt en ofar manns skilnings.
Sigur-Rós sýndu líka nýja hlið á sér í gær. Þeir geta nefninlega rokkað allt til fjandans eins og þeir sýndu í fyrsta uppklapplaginu (sem ég þekki nú reyndar ekki) en það var lag sem byrjaði með einangruðu bassaplokki en endaði í algjöru brjálæði þar sem trommuleikarinn fór hamförum. Allt ætlaði um koll að keyra og þessir rólegu strákar sýndu að þeir eru engir aumingjar þegar kemur að því að hamra á hljóðfærin. Annars var allt við þessa tónleika gífurlega vandað og allir sem sáu þá vita núna að við Íslendingar getum státað okkur af að eiga eina frumlegustu og bestu hljómsveit í heimi. Ég get þó kvartað yfir einu eftir allt saman en það vantaði sáran lag sem maður þekkti í uppklöppunarefninu því maður var orðinn ansi bakveikur á gólfinu eftir alla þessa standpínu. Ef þeir hefðu til dæmis tekið "Starálf" þá hefði ég gefið tónleikunum fullt hús stiga. Annars kvartar maður ekki mikið yfir þessari flugeldasýningu.
9/10