Stefnan sett á Sigur-Rós
Þá er komið að því að mennirnir í Sigur-Rós tæti og trylli landann. Munu þeir leika fyrir dansi í Laugardalshöll ásamt því að steikja aðeins í liðinu. Þessir tónleikar marka endalok tónleikaferðar þeirra um Evrópu og er mikil eftirvænting í loftinu þar sem langt er síðan mennirnir hafa leikið á Frónni. Þess má síðan geta að Sigur-Rós er vafalaust vinsælasta íslenska hljómsveit í heimi og einnig sú mest metna. Nýja platan þeirra Takk hefur fengið glimrandi dóma og selst hún án efa vel um allan heim. Það er kominn tími á að Íslendingar hylli þessa menn fyrir frábæran árangur og það að eiga stóran þátt í að íslensk tónlist er komin á kortið. Dómar um tónleikana birtast síðan fljótlega.