Clor - Clor (2005)
Ég er ástfanginn. Hún fæddist árið 2004 (ástin spyr ekki um aldur) og kemur frá bænum Brixton í Bretlandi. Ég hef í raun aldrei kynnst annari eins og henni. Fyrst þegar ég kynntist henni fannst mér hún frekar ruglingsleg og ég skildi ekki allar þessar tilfinningasveiflur. En eftir því sem ég kynnist henni betur er ég farin að skilja hana betur og get sett mig í hennar spor. Já hún er rosalega sérstök þessi og ég ætla ekki að sleppa takinu af henni. Henni tekst að fá mig til að hlæja þegar ég er morgunfúll og dansa þegar ég er þreyttur. Hún heitir Clor og er nýja snilldin í lífi mínu.
Love + Pain
Outlines
9/10