Freuntzi
Rússneski gamanþátturinn Friends eða Freuntzi eins og hann heitir á móðurmálinu virðist samkvæmt lesendum síðunnar besti nútíma gamanþátturinn. Þátturinn hlaut 33% kosningu en taka verður fram að flokkurinn "Annað" fékk einnig 33% kosningu og væri gaman að fólk myndi tjá sig um þá þætti sem ekki voru nefndir. En Freuntzi fjallar um sex rússneska vini sem búa í nöturlegri þakíbúð í miðbæ Moskvu. Daglega lífið snýst um að halda á sér hita, drekka sem mest af Vodka og sofa hjá hvort öðru. Þættirnir teljast einir þeir djörfustu sem sést hafa á skjánum og geysilega vinsælir, sérstaklega á Íslandi. Einn aðalleikarana David Schawinski heimsótti einmitt Ísland nýlega og með í för var apinn knái Tolstoj sem hefur komið fram í þáttunum. Best að enda þetta með klassískri setningu úr þáttunum. Rússkí Karamba!