Endurvinnslan: The Descent (2005)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

The Descent (2005)



Hér er um að ræða hrollvekju sem er nú sýnd í Laugarásbíó og hefur verið að fá góða dóma. Hópur vinkvenna fer í svaðilför ofaní helli sem síðar kemur í ljós að engin hefur farið ofaní áður, eða hvað? Því dýpra sem þær fara því meira fer för þeirra að líkjast ferð til helvítis.
Mér fannst fyrri hluti myndarinnar betri þar sem manni var mikið strýtt með óþægilegum myndatökum þannig að maður átti alltaf von á einhverju. En ekkert gerðist. Þannig spenntist maður vel upp. Það sem var mest ógnvekjandi í myndinni voru ekki verurnar sjálfar heldur innilokunarkenndin við það að troðast niður í einhvern helli. Þessari kennd var mjög vel komið til skila. Þegar hellisbúarnir koma síðan á kreik verður þetta ein blóðugasta mynd sem ég hef séð og splatter-aðdánedur ættu að geta frussað að gleði við þessar hrottalegu limlestingar. Alls ekki slæm mynd hér á ferðinni, hún ætti að hræða flesta en heldur ekkert snilldarverk. Áhugaverðir sprettir en ekki eitthvað sem situr í manni lengi á eftir, allavega ekki mér.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music